Leita
 
 
ForsķšaLeikum af listKennsluefniLeikritSögurMyndirHafšu samband
 


Tżnt lykilorš?
Ekki meš ašgang? Bśšu til einn
Leikum af list.is

jigolo

 

gift_titilsida.jpgLeikum af list er vefsíða með vandað kennsluefni sem tengir saman íslensku, tal og hlustun, talað mál og framsögn, leiklist, lífsleikni, tónmennt og bókmenntir.  Kennsluefni er  hægt  að nota á milli skólastiga þ.e.a.s. frá leikskóla upp í grunnskóla. Þar sem kennsluefnið tekur á tónmennt, leiklist, bókmenntum og íslensku ættu kennarar að geta notað það á fjölbreyttan hátt. Einnig er fjöldinn allur af leikritum fyrir öll stigin. Ég tel  mikilvægt að auka framboð á efni sem tengist leiklist og leikrænu ferli en vefsíðan er hugsuð sem gullkista fyrir þá sem hafa áhuga á að nota leiklist í skólastarfi.

  Kennslubók í leiklist sem listgrein

image002.png

 

Leikið með listina er bók fyrir kennara sem hafa áhuga á að kenna leiklist sem listgrein. Hægt er að nota bókina á hvaða aldursstigi sem er þar sem um samfellda kennslu er að ræða. Hægt er að panta bókina hjá Žetta netfang er variš fyrir ruslrafpósti, žś žarft aš hafa Javascript virkt til aš skoša žaš  

 

Í Leikið með listina er byrjað á grunnnámskeiði í leiklist og síðan taka lengri námskeið við þar sem kafað er dýpra í ákveðna flokka, sem eru: líkamstjáning, spuni og samsettar æfingar, vinna með grímur og þátttökuleikhús. Hvert námskeið hefst á upphitun, þá kemur meginþema námskeiðsins og í lokin er samantekt. Í bókinni er leikjabanki og eru leikirnir flokkaðir eftir því hvaða tilgangi þeir þjóna. 

Aðeins skráðir notendur geta skoðað efni hennar. Skráning er öllum opin og er án endurgjalds.

 

 

logo-nominee-white.jpg